Fjármál Íslenskrar fjárfestingar

Smelltu til þess að stækka myndina. Allar tölur eru í milljónum danskra króna.


 

Smelltu til þess að stækka myndina. Allar tölur eru í milljónum íslenskra króna

 

 

Samstæða

Árið 2018 var undir væntingum hjá Íslenskri fjárfestingu ehf. Sum fyrirtækin innan samstæðunnar áttu frekar erfitt ár og náðu ekki markmiðum sínum. Að mestu má kenna því um að kostnaðarsamar aðgerðir voru í gangi á árinu í stóru rekstrarfélögunum en einnig í mörgum þróunarfélögum. KILROY, stærsta eign félagsins var bæði undir væntingum í sölu og hagnaði. Þannig virðast miklar kerfis- og skipulagsbreytingar hafa haft áhrif á rekstrarniðurstöðuna, enda fór mikil vinna í þær breytingar. Þá má leiða að því líkur að gríðarlega heitt og þurrt sumar á helstu markaðssvæðum KILROY hafi haft áhrif á niðurstöðuna, auk þess sem mikil samkeppni ríkir á þeim mörkuðum sem félagið starfar á. Forsvarsmenn KILROY eru þó bjartsýnir með framhaldið m.a. vegna þeirrar vinnu sem eytt hefur verið í breytingar á bæði skipulagi og kerfum félagsins. Nokkur félög skiluðu þó mjög góðri niðurstöðu svo sem Íslenskar fasteignir ehf. og Öldungur hf.

Á þróunartíma verkefna er gjaldfærður ýmis kostnaður en hagnaður verkefnanna kemur fram þegar þeim er lokið. Stjórn félagsins reiknar með því að flest félögin muni bæta rekstrarniðurstöðu sína verulega á árinu 2019. Hagnaður samstæðunnar var að upphæð 2,8 milljónir kr. en var um 335 milljónir kr. á árinu 2017.

Hagnaður minnkaði því um 332 milljónir kr. Á árinu 2018 voru fasteignaverkefni fyrirferðarmikil frá sjónarhóli samstæðu en þau eru flest ennþá í þróun og því ekki byrjuð að skila arðsemi. Hagnaður samstæðunnar fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) var 465,9 milljónir kr. Hagnaður samstæðunnar fyrir skatta (EBT) var 138,3. Eigið fé samstæðunnar var 3.794 milljónir kr. og lækkaði um 8 milljónir á árinu. Heildareignir samstæðunnar voru um 19.104 milljónir kr. sem er um 1.881 milljón kr. aukning frá árinu 2017 eða um 11% hækkun.


Ársreikningar

Hér má nálgast styttar útgáfur útgefinna ársreikninga félagsins aftur til ársins 2015.

2018

2017

2016

2015