Íslenskar fasteignir ehf.

Íslenskar fasteignir ehf. (ÍF) er sérhæft ráðgjafar og fjárfestingarfélag á sviði fasteignaþróunar. ÍF er fasteignaþróunarfélag sem sérhæfir sig í verkefnastjórnun og umsjón við þróun fasteigna. ÍF tekur að sér samkvæmt samningi við fasteignaeiganda að annast alla þætti framkvæmda og undirbúning að þeim, þ.m.t. skipulagsvinnu, hönnun, útboð verkþátta, fjármögnun og sölu. Jafnframt tekur ÍF að sér rekstur fasteigna, viðhald og eftirlit eftir þörfum fasteignaeiganda hverju sinni. Þjónustusamningur við ÍF tryggir að saman fari hagsmunir ÍF og fasteignaeiganda um hámarks arðsemi.

Starfsmenn ÍF deila með sér áratuga reynslu af öllum þáttum sem snúa að þróun, fjármögnun og stjórnun fasteignaverkefna, þ.m.t. byggingaverkfræði, skipulagsferli, hagkvæmnisgreining, lögfræði, skjalagerð og fleira. Þekking starfsmanna ÍF spannar öll svið fasteignaþróunar, hvort sem er á undirbúnings- eða skipulagsstigi, framkvæmdastigi, við rekstur fasteigna eða sölu. ÍF tekur að sér allar gerðir fasteignaverkefna, þ.m.t. íbúðaverkefni, skrifstofuhúsnæði og hótelbyggingar. Fasteignaþróun er flókið, tímafrekt og áhættusamt ferli þar sem einstaka ákvarðanir á þróunarferlinu skipta sköpum um arðsemi þegar upp er staðið.

Fyrir utan þau verkefni sem ÍF vinna fyrir félög innan samstæðu Íslenskrar fjárfestingar ehf. eru mörg stór verkefni í vinnslu hjá félaginu fyrir eigin reikning og fyrir aðra fjárfesta.

ÍF eru nú með í stýringu verkefni þar sem framkvæmdavirði nálgast hátt í 45 milljarða króna og stefnir félagið að frekari uppbyggingu með tilheyrandi mannaráðningum, en nú starfa sex manns hjá félaginu.

Vefsíðu Íslenskra fasteigna ehf. má finna hér. 

yfirlitsmynd.jpg
22.png
23.png
24.png
25.png
3.jpeg
V9a.jpg
 

Helstu verkefni Íslenskra fasteigna

Stærstu viðskiptavinir ÍF á árinu 2017 voru dótturfélög í meirihlutaeigu Íslenskrar fjárfestingar auk nokkurra stórra verkefna sem eru að meirihluta í eigu utanaðkomandi fjárfesta. Sem dæmi um verkefni á árinu 2017 má nefna:

CAMBRIDGE PLAZA HOTEL COMPANY: ÍF hafa verkumsjón með byggingu á 253 herbergja fimm stjörnu Edition hóteli á Austurbakka 2, reit 5a í Reykjavík (Hörpureit). Hótelið er í miðri uppsteypu og er búist við því að framkvæmdum ljúki fyrir lok ársins 2019. Um er að ræða fyrsta fimm stjörnu hótelið á Íslandi.

AUSTURHÖFN EHF.: ÍF leiddu á árinu 2016 kaup fjárfesta á 80% eignarhlut í íbúða- og atvinnuhúsnæði við Austurbakka 2, reit 5b í Reykjavík (Hörpureit). ÍF hafa umsjón með byggingu á 71 lúxusíbúð og 2.700 fermetra verslunarrými. ÍF eru hluthafi auk fjárfesta og fyrrum eiganda lóðarinnar, Arion banka. Húsið er í miðri uppsteypu og búist er við því að framkvæmdum ljúki seinni hluta ársins 2019.

ÁSBRÚ EHF.: ÍF leiddu á árinu 2016 viðræður og síðar kaup fjárfesta að safni íbúða og atvinnuhúsnæðis á Ásbrú á Reykjanesi, gamla varnarliðssvæðinu. Um er að ræða 462 íbúðir og 27 atvinnuhúsaeiningar, alls tæpa 80 þúsund fermetra. ÍF eru hluthafi og virkur þátttakandi í gegnum stjórn félagsins.

GRENSÁSVEGUR 16a: ÍF keyptu fasteignina Grensásveg 16a. Þar standa nú yfir framkvæmdir þar sem verið er að byggja nýtt hótel. Búið er að skrifa undir leigusamning við þriðja aðila um fasteignina.

KÁRSNESBYGGÐ I og II EHF.: Hafin er bygging á 78 nýjum íbúðum, 2.000 m2 af atvinnuhúsnæði og endurgerð á 31 íbúð við Hafnarbraut í Kópavogi.

VINABYGGÐ EHF.: Unnið er að því að ljúka deiliskipulagi í samstarfi við Kópavogsbæ vegna byggingar á 160 íbúðum.

HAFNARBYGGÐ EHF.: Verkefnið er í miðju hönnunarferli. Um er að ræða byggingu á 38 íbúðum við Hafnarbraut í Kópavogi. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdir geti hafist haustið 2018.

SÓLTÚN 1 EHF.: Lokið var við byggingu á 44 öryggis- og þjónustuíbúðum við Sóltún 1–3.

RR HÓTEL EHF.: Lokið var við endurbyggingu Lindargötu 11 og Veghúsastígs 9a. Framkvæmdir við Hverfisgötu 78 standa yfir og er áætlað að þeim ljúki haustið 2018.

Í tengslum við verkefni sín heldur ÍF á 50% hlut í EFÁ I ehf., 60% hlut í EFÁ II ehf., 1% hlut í Austurhöfn ehf. og 0,02% hlut í Kársnesbyggð ehf.