1_noImg.jpg
 

Íslenska heilbrigðisþjónustan

Svið sem Íslensk fjárfesting hefur mikinn áhuga á er öldrunar- og hjúkrunarþjónusta. Með kaupum á hjúkrunarheimilinu Sóltúni hóf Íslensk fjárfesting virka þátttöku í íslenskri öldrunarþjónustu. Að mati félagsins má enn bæta miklu við í þjónustu við aldraða og því mun félagið einbeita sér að því í framtíðinni . Eftirspurn eftir þjónustu í þessum geira mun aukast gríðarlega á næstu árum og áratugum í takt við hækkandi meðalaldur þjóðarinnar. Öldungur hf., Sóltún 4 ehf., og Sóltún 1 ehf,. eru dótturfélög Íslensku heilbrigðisþjónustunnar ehf.

Á árinu 2018 tók Sóltún öldrunarþjónusta ehf., sem hefur starfað undir vörumerkinu Sóltún Heima þátt í útboði um rekstur á hjúkrunarheimilinu við Sólvang í Hafnarfirði. Félagið varð hlutskarpast í útboðinu og fóru aðilaskipti á rekstri Sólvangs fram á árinu 2019.