1_noImg.jpg
 

Íslenska heilbrigðisþjónustan

Svið sem Íslensk fjárfesting hefur mikinn áhuga á er öldrunar- og hjúkrunarþjónusta. Með kaupum á hjúkrunarheimilinu Sóltúni hóf Íslensk fjárfesting virka þátttöku í íslenskri öldrunarþjónustu. Að mati félagsins má enn bæta miklu við í þjónustu við aldraða og því mun félagið einbeita sér að því í framtíðinni.

Eftirspurn eftir þjónustu í þessum geira mun aukast gríðarlega á næstu árum og áratugum í takt við hækkandi meðalaldur þjóðarinnar. Á árinu 2015 var fjárfest í 90% hlut í félaginu Sóltúni 1 ehf. sem byggði 44 íbúðir fyrir 60 ára og eldri að Sóltúni 1. Íbúðirnar voru flestar seldar á árinu 2017. Einnig er verið að hanna tengibyggingu og nýtt hjúkrunarheimili á lóðinni Sóltúni 4, sem þróað verður áfram. Öldungur hf., Sóltún 4 ehf. og Sóltún 1 ehf. eru dótturfélög Íslensku heilbrigðisþjónustunnar ehf.