Hjúkrunarheimilið Sóltún

Öldungur hf. hefur rekið Sóltún hjúkrunarheimili samkvæmt þjónustu samningi við ríkið frá 7. janúar 2002. Markmið Sóltúns er að veita íbúum bestu hjúkrun og aðra þjónustu sem völ er á hverju sinni og vera aðlaðandi starfsvettvangur. Á Sóltúni eru samtals 92 einstaklingsíbúðir á þremur hæðum. Til að mæta einstaklingsbundnum þörfum aldraðra einstaklinga sem þarfnast langtímahjúkrunar og læknisþjónustu var leitast við að afmarka hjúkrunarheimilið í 12 sambýli, þannig að einstaklingar með sambærilegar þarfir samnýti ákveðinn sambýliskjarna. Langflestir íbúar útskrifast frá Landspítala til Sóltúns.

Árið 2018 var mjög gott rekstrarár fyrir Öldung hf . Reksturinn og starf- semin gekk vel og geta starfsmenn og stjórnendur félagsins verið stoltir af góðu gengi þess. Hjúkrunarálag var innan efri marka þjónustu samningsins. Meðaldvalartími var 2,4 ár og hefur hann styst jafnt og þétt á samningstímanum. Niðurstöður gæðavísa 2018 sýndu mjög góðan árangur, sem og viðhorfskönnun meðal íbúa og ættingja þeirra. Sóltún hefur á að skipa frábæru starfsfólki sem leggur sig fram um að starfa í samræmi við hugmyndafræði og stefnumörkun hjúkrunarheimilisins. Öldungur hf. var valið sem eitt af „Framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2018“ í hópi stærri fyrirtækja í greiningu Creditinfo, annað árið í röð. Þetta er því ótrúlega mikil viðurkenning fyrir Öldung hf. og stjórnendur þess, þar sem Öldungur hf. er eitt af mjög fáum ef ekki eina heilbrigðisfyrirtækið á Íslandi af sinni stærðargráðu sem getur státað af slíkum árangri.

Vefur Hjúkrunarheimilisins.

Oftar en ekki er glatt á hjalla í Sóltúninu, sama hvort setið er að tafli eða farið er út í hópferðir.