Félög í minnihlutaeign Íslenskrar fjárfestingar ehf. 


Einvala fjárfesting

Einvala fjárfesting ehf var stofnað til að halda utan um fjárfestingar eigenda í nýsköpunar fyrirtækjum. Eina fjárfesting félagsins í dag er í félaginu Florealis en þar eru Einvala fjáfesting leiðandi fjárfestir.


Valamed

Valamed er sprotafyrirtæki sem gerir lyfjanæmipróf á ferskum krabbameinsfrumum frá sjúklingi í tilraunaskyni til að sannreyna mögulega einstaklingsbundna krabbameinslyfjameðferð. Markmiðið er að lyfjanæmispróf geti með 90% öryggi sagt til um hvaða lyf muni reynast gagnslaus við krabbameinsmeðferð.


Eldey

Eldey er fjárfestingarfélag og mun fjárfesta í afþreyingartengdri ferðaþjónustu og stefnt er að fjárfestingum í 7-10 kjarnafélögum. Stærð félagsins við stofnun nemur þremur milljörðum króna en stefnt er að stækkun á næstu mánuðum. Áætlað er að skrá félagið á markað eftir 4-6 ár.