Sólstöður á norskt dótturfélag sem heitir Sun Medical AS.

Sólstöður á norskt dótturfélag sem heitir Sun Medical AS.

Sólstöður.

 

Sólstöður er félag sem sérhæfir  sig í að útvega heilbrigðisstarfsfólki afleysingastörf til lengri eða skemmri tíma, hér á landi jafnt sem erlendis. Áreiðanleiki og traust er ávallt haft að leiðarljósi í störfum félagsins. Sólstöður er framsækið félag sem leggur metnað sinn í vönduð vinnubrögð og hátt þjónustustig til að mæta kröfum stofnana á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu um hæft og áreiðanlegt starfsfólk.

Á árinu 2018 fóru um 7 hjúkrunarfræðingar á vegum félagsins til Noregs til að starfa þar í skemmri eða lengri tíma. Gott orð fer af þjónustu félagsins og því starfsfólki sem vinnur fyrir Sólstöður.

Hér má sjá vefinn þeirra.