Sóltún Heima

Sóltún heimahjúkrun og heimaþjónusta ehf., áður Íslenska öldrunarþjónustan ehf., hefur verið í mótun innan samstæðunnar í nokkur ár en árinu 2017 var að mestu varið í undirbúning viðskiptaáætlunar, rannsóknir og mannaráðningar. Helstu verkefni félagsins eru þrjú:

• Að veita heimahjúkrun, heilsueflingu og heimaþjónustu til aldraðra.

• Að hafa umsjón með þróun á þjónustumiðstöð sem fyrirhugað er að reisa í tengibyggingu við Sóltún 2, þ.m.t. allri stoðþjónustu (eldhúsi, sjúkraþjálfun, félagsstarfi og heilsueflingu).

• Að hafa umsjón með þjónustu til íbúa í öryggis- og þjónustuíbúðum á vegum Sóltúns 1 ehf.

Markmið félagsins er að veita framúrskarandi heimahjúkrun og heimaþjónustu og stuðla þannig að bættri heilsu og vellíðan í daglegu lífi aldraðra í sjálfstæðri búsetu með áherslu á nýjungar í þjónustuúrvali og velferðartækni. Fyrirtækið notar nafnið Sóltún Heima í markaðssetningu.

Sjá nánar á www.soltunheima.is.