Sóltún öryggis- og þjónustuíbúðir

Sóltún 1 ehf. var stofnað vegna byggingar öryggis- og þjónustuíbúða við Sóltún 1–3 í Reykjavík, beint á móti Sóltúni 2 þar sem hjúkrunarheimilið Sóltún er til húsa.

44 íbúðir í kjarna Sóltúnsþorpsins.

 

Sóltún 1 ehf. var stofnað vegna byggingar öryggis- og þjónustuíbúða við Sóltún 1–3 í Reykjavík, beint á móti Sóltúni 2 þar sem hjúkrunarheimilið Sóltún er til húsa. Félagið býður upp á framúrskarandi öryggis- og þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara. Mikil eftirspurn er eftir íbúðum sem þessum í takt við fjölgun aldraðra og ljóst að sá hópur mun stækka mjög hratt á næstu árum.

Fyrstu íbúðirnar voru afhentar sumarið 2017 og þegar er búið að selja nærri allar íbúðirnar. Um er að ræða 44 íbúðir, 2–4 herbergja, að meðaltali um 95 fermetrar að stærð. 

inside.jpg
IMG_2144-innf.jpg