Um Íslenska fjárfestingu ehf.

Íslensk fjárfesting er fjárfestingafélag í jafnri eigu Arnars Þórissonar og Þóris Kjartanssonar. Félagið var stofnað árið 1999 í þeim tilgangi að halda utan um ýmsar fjárfestingar eigendanna. Félagið er því orðið 19 ára.

Íslensk fjárfesting hefur markað sér þá stefnu að fjárfesta á þremur aðalsviðum:  Ferðaþjónustu, heilbrigðisþjónustu og fasteignum. ÍFJ leitast við að vera meirihlutaeigandi eða í leiðandi stöðu í þeim verkefnum sem það fjárfestir í.

Eigendur félagsins leggja mikla áherslu á að styrkja grunnstoðirnar þrjár og fjárfesta því ekki í verkefnum sem heyra ekki undir þessar þrjár grunnstoðir nema í undantekningartilfellum og þá til að styðja við fjárfestingarsviðin þrjú.  Á árinu 2017 var lögð áhersla á að styrkja enn frekar fasteignaþróunarsvið félagsins, ásamt því að þróa áfram viðskiptamódel innan heilbrigðisþjónustu félagsins.

Stjórn félagsins

Arnar Þórisson, stjórnarformaður
Þórir Kjartansson, meðstjórnandi, framkvæmdastjóri

Meira um starfsmenn.


Íslensk fjárfesting ehf.
Laugavegi 182
105 Reykjavík, Iceland

Sími/tel: +354 514 1470
Fax: +354 514 1478

Netfang: ip@ip.is